Náttúruverndarfélagið Skrauti var stofnað 14. febrúar 2021 að frumkvæði Snorra Baldurssonar. Samtökin eru nefnd eftir fjallinu Skrauta í Vonarskarði. Baráttumál þeirra fyrst í stað er friðlýsing landslagsheildar Vonarskarðs sem náttúruvés í skilningi náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Með landslagsheild er átt við Vonarskarðsöskjuna milli Tungnafellsjökuls og Bárðarbungu að vestan og austan og milli upptakakvísla Skjálfandafljóts og Köldukvíslar að norðan og sunnan.
Stjórn:
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, formaður
Sigrún Helgadóttir, meðstjórnardi
Ólafur Sigmar Andrésson, meðstjórnandi
Kristján Baldursson, varamaður
Stofnandi: Snorri Baldursson
Samfélagsmiðlar
Fréttir og myndir frá starfsemi félagsins má finna hér.
Óbyggð, víðernakortlagningarverkefni á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, Skrauta, og Ungra umhverfissinna